Belgingur byggir á sterkri hefð rannsókna í veðurfræði og skyldum greinum. Við tökum þátt í alþjóðlegum rannsóknarverkefnum í samstarfi við háskóla, stofnanir og fyrirtæki í Noregi, Finnlandi, Færeyjum, Bandaríkjunum og víðar. Þessi samvinna er lykilþáttur í starfsemi okkar og gerir okkur kleift að vera í fremstu röð á okkar sviði í veðurfræði.

Markmið okkar er að aðstoða viðskiptavini okkar í að hámarka árangur sinn með aðstoð bestu veðurspáa sem tækni og þróun í veðurfræði býður uppá.