Belgingur hefur gefið út veðurspár í hárri upplausn fyrir Ísland og miðin í kringum landið frá árinu 2004. Einnig er spáð fyrir Færeyjar og Vestur-Noreg auk yfirlitsspár fyrir Norður-Atlantshaf. Þessar spár eru aðgengilegar almenningi á Belgingur.is og uppfærast fjórum sinnum á sólarhring. Spárnar ná frá tveimur til sjö sólarhringa fram í tímann. Þær gefa glögga mynd af breytingum sem má vænta í úrkomu, vindi og hita. Upplausnin ræður mestu hversu langt fram í tímann spáin nær en 3 km spá gefur nákvæmari mynd styttra fram í tímann á meðan 9 km spáin sýnir veðurspána í minni smáatriðum en lengra fram í tímann.

Viltu auglýsa á Belgingur.is?