Gagnatorg veðurupplýsingaGagnatorg veðurupplýsinga er vefkerfi sem gerir netnotendum kleift að velja, skoða og vista veðurupplýsingar með mjög einföldum hætti. Þar er að finna veðurmælingar úr gagnasafni Veðurstofu Íslands og eru elstu mælingar frá árinu 1931. Rauntímamælingar eru uppfærðar einu sinni á sólarhring. Nánari upplýsingar

Gagnatorgið er framsetningarmáti á veðurgögnum sem safnað hefur verið fyrir opinbert fé og er því aðgengilegur öllum á netinu.

Það er stefna Belgings að stuðla að opnu gagnaaðgengi. Öll gögn sem safnað er fyrir almannafé eiga að vera opin og aðgengileg. Gögn verða ekki að nothæfum upplýsingum fyrr en skiljanleg framsetning er komin á þau. Samvinna fyrirtækja og stofnana er mikilvæg til þess að nýta tækifærin sem felast í margvíslegum gögnum sem safnað er af opinberum aðilum. Gagnatorg veðurupplýsinga er okkar framlag til að stuðla að frekari þróun á opnu upplýsingasamfélagi á Íslandi.

DataMarket er samstarfsaðili Gagntorgs veðurupplýsinga, ásamt Veðurstofu Íslands.