Golfveðurspáin er nákvæm veðurspá fyrir golfvelli.

Sérsniðin golfveðurspá gerir ráð fyrir því umhverfi sem golfvöllur er staðsettur í og áhrifum þess á veðrið. Golfveðurspáin er sett fram á myndrænu formi og er birt á vef golfklúbbsins til þess að glögglega sé hægt að gera sér grein fyrir aðstæðum næstu tvo sólarhringana. Golfveðurspárnar eru uppfærðar sjálfvirkt fjórum sinnum á sólarhring miðað við nýjustu veðurgögn hverju sinni. Golfveðurspárnar nýtast einnig golfklúbbum við skipulagningu á umhirðu vallarins sem og allri viðhaldsvinnu á aðstöðu og húsnæði félagsins.Belgingur býður einnig uppá golfveðurspár fyrir einstök mót en þar er enn meira lagt í framsetninguna m.a. með gagnvirkum kortum. Á þessum kortum er hægt að skoða þróun hvers veðurþáttar fyrir sig í tíma og sjá spárnar með undirliggjandi landakorti til að geta enn betur gert sér grein fyrir aðstæðum.

            
Ef veðurstöð er þegar til staðar opnast möguleikar á að bæta golfveðurspárnar enn frekar með nýtingu veðurmælinganna úr þeim. Ráðgjöf um val á veðurstöð er ennfremur í boði sé veðurstöð ekki þegar komin upp.